Erlent

Fimm hermenn létust þegar þyrla var skotin niður

MYND/AP

Fimm bandarískir hermenn létust í dag í Afganistan þegar þyrla sem þeir voru um borð í var skotin niður. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér.

Þyrlan, sem var af Chinook gerð, er sögð hafa verið hæfð með sprengjuvörpu þegar hún var á eftirlitsferð í Helmand héraði í Afganistan. Maður sem sagðist vera fulltrúi talíbana á svæðinu hringdi á fréttastofu AP og sagði talíbana hafa staðið á bak við árásina. Fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimm hermenn hafi látið lífið en formleg tilkynning hefur enn ekki borist.

Í yfirlýsingu frá NATO var sagt að þyrla á vegum bandalagsins hafi verið skotin niður en engar frekari upplýsingar voru gefnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×