Íslenski boltinn

Gravesen í tveggja leikja bann

Mynd/Vilhelm
Peter Gravesen, leikmaður Fylkis í Landsbankadeildinni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik Fylkis og ÍA í gær. Gravesen fékk sitt annað gula spjald og brottvísun í leiknum fyrir að gefa Ellerti Björnssyni olnbogaskot. Hann mun því missa af leikjum Árbæjarliðsins gegn FH og HK í næstu tveimur umferðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×