Diego leikmaður ársins í Þýskalandi

Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen var í dag kjörinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það voru leikmennirni sjálfir sem stóðu að valinu. Diego gekk í raðir Bremen frá Porto fyrir 6 milljónir evra fyrir síðasta tímabil og fékk ríflega 50% atkvæða í kjörinu. Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke var kjörinn besti markvörðurinn.