Erlent

Herskáir Palestínumenn farast í sprengingu

Bygging í Beit Hanoun á Gasaströndinni sem eyðilagðist í loftárás Ísraelshers í gær.
Bygging í Beit Hanoun á Gasaströndinni sem eyðilagðist í loftárás Ísraelshers í gær. MYND/AP

Þrír íslamskir uppreisnarmenn úr samtökunum Heilagt stríð létu lífið í sprengingu á Gasaströndinni í dag. Haft er eftir heimildarmönnum innan palestínsku öryggissveitanna að svo virðist sem mennirnir hafi verið að búa til sprengju en að sprengiefnið að hafi sprungið í höndunum á þeim.

Talsmanni Ísraelshers er ekki kunnugt um að herinn hafi gert árásir á þann stað sem sprengingin varð en Ísraelar hafa undanfarnar tvær vikur gert fjölmargar árásir á aðsetur herskárra Palestínumanna á Gasaströndinni. Vilja þeir með því koma í veg fyrir að samtök eins og Heilagt stríð og Hamas skjóti eldflaugum frá Gasaströndinni yfir til Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×