Erlent

Sakaðir um að senda klasasprengur og taugagas til Líbanon

MYND/AFP

Bandaríkjastjórn hefur undanfarna daga sent talsvert af hergögnum til Líbanon til að aðstoða her landsins við að uppræta hóp herskárra íslamista sem hafast við í Nahr al-Bared-flóttamannabúðunum nærri Trípólí. Hópurinn, sem kallast Fatah al-Islam, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að á meðal þeirra vopna sem Bandaríkjamenn hefðu sent væru klasasprengjur og taugagas.

Ef slíkum vopnum yrði beitt myndi hópurinn ekki skirrast við að beita efnavopnum út um allt, eins og það var orðað í yfirlýsingunni. Alllangt er síðan Bandaríkjamenn og nokkur arabaríki lofuðu að styrkja líbanska herinn með vopnum en þegar bardagarnir í flóttamannabúðunum brutust út í síðustu viku var sendingunum hraðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×