Þjökuð af sektarkennd Guðjón Helgason skrifar 25. maí 2007 18:45 Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf af hótelherbergi á Portúgal fyrir þremur vikum. Foreldrar hennar segjast þjökuð af sektarkennd yfir því að hafa skilið hana eina eftir með yngri systkinum sínum meðan þau snæddu kvöldverð í næsta nágrenni. Margir foreldrar hefðu þó líkast til gert það sama. Foreldrarnir, Gerry og Kate McCann, hafa bæði sagt að þau hafi litið inn til barnanna með reglulegu millibili og þegar móðir hennar leit til með skömmu fyrir klukkan tíu var glugginn á herberginu opinn og dóttir hennar horfin. Gerry segir að ef fólk þekki aðstæður á Praia da Luz, þar sem þau dvöldu, vissi það fólk það sem margir hafi sagt þeim hjónum - að þau hefðu gert það sama. Þeim hefði ekki þótt þetta öðruvísi en að snæða úti í garði með börnin inni í húsi - slík hafi fjarlægðin verið. Hann segir að sektarkenndin muni líkast til alltaf verða til staðar. Kate segir þau í versta falli hafa hegðað sér barnalega. Þau séu ábyrgir foreldrar. McCann hjónin segja að þeim hafi sárnað ásakanir í þeirra garð eftir hvarf Madeleine. Þau reyni að vera bjartsýn en jafnvel smávægileg gagnrýni geri þeim erfiðara fyrir að reyna hvað þau geti til að endurheimta dóttur sína. Portúgalska lögreglan greindi frá því síðdegis að karlmanns á fertugsaldri væri leitað vegna málsins. Hann mun hvítur á hörund og hafa verið í fylgd stúlku þegar sást til hans skammt frá hótelinu. Madeleine McCann Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf af hótelherbergi á Portúgal fyrir þremur vikum. Foreldrar hennar segjast þjökuð af sektarkennd yfir því að hafa skilið hana eina eftir með yngri systkinum sínum meðan þau snæddu kvöldverð í næsta nágrenni. Margir foreldrar hefðu þó líkast til gert það sama. Foreldrarnir, Gerry og Kate McCann, hafa bæði sagt að þau hafi litið inn til barnanna með reglulegu millibili og þegar móðir hennar leit til með skömmu fyrir klukkan tíu var glugginn á herberginu opinn og dóttir hennar horfin. Gerry segir að ef fólk þekki aðstæður á Praia da Luz, þar sem þau dvöldu, vissi það fólk það sem margir hafi sagt þeim hjónum - að þau hefðu gert það sama. Þeim hefði ekki þótt þetta öðruvísi en að snæða úti í garði með börnin inni í húsi - slík hafi fjarlægðin verið. Hann segir að sektarkenndin muni líkast til alltaf verða til staðar. Kate segir þau í versta falli hafa hegðað sér barnalega. Þau séu ábyrgir foreldrar. McCann hjónin segja að þeim hafi sárnað ásakanir í þeirra garð eftir hvarf Madeleine. Þau reyni að vera bjartsýn en jafnvel smávægileg gagnrýni geri þeim erfiðara fyrir að reyna hvað þau geti til að endurheimta dóttur sína. Portúgalska lögreglan greindi frá því síðdegis að karlmanns á fertugsaldri væri leitað vegna málsins. Hann mun hvítur á hörund og hafa verið í fylgd stúlku þegar sást til hans skammt frá hótelinu.
Madeleine McCann Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira