Reggie rúllað upp 25. maí 2007 15:33 Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu. Í marga mánuði hefur dýrið, sem er án efa vinsælasta skriðdýr borgarinnar, falið sig fyrir ljósmyndurum og aðdáendum. Þeir hafa safnast saman daglega við vatn í garðinum í von um að sjá þennan fræga krókódíl. Talið er nær öruggt að þetta sé krókódíllinn Reggie sem tekist hefur að flýja fangara í um tvö ár. Hann var að sóla sig á girtu svæði þegar hann fannst. Hliðinu var lokað og sérfræðingar snöruðu hann. Sex menn börðust við skepnuna þangað til að þeir gátu lokað skoltinum á honum með límbandi. Reggie var síðan fluttur í dýragarð og fylgdu sjónvarpsþyrlur honum eftir á leið sinni um hraðbrautina á háannatíma. Reggie er ólöglegt gæludýr sem óx svo mikið að eigendur réðu ekkert við hann. Honum var kastað í vatn í garðinum fyrir um tveimur árum. Þegar hann sást svo fyrst í vatninu í ágúst árið 2005 varð hann strax stórstjarna, enda í Hollywood. Nú má búast við því að hann verði settur í sóttkví í 30 - 60 daga. Margar vikur getur tekið að kynna hann fyrir öðrum krókódílum í dýragarðinum. Áður en krókódílafangarinn Steve Irwing dó var hann búinn að bjóðast til að aðstoða við leit og handsömun á Reggie. Heimamenn nefndu dýrið Reggie án þess að vita hvaða kyn hann væri. Hann hefur nú þegar verið innblásturinn af einu lagi og tveimur barnabókum. Einnig hafa verið gerðir óteljandi t-bolir með myndum af Reggie. Vísindi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu. Í marga mánuði hefur dýrið, sem er án efa vinsælasta skriðdýr borgarinnar, falið sig fyrir ljósmyndurum og aðdáendum. Þeir hafa safnast saman daglega við vatn í garðinum í von um að sjá þennan fræga krókódíl. Talið er nær öruggt að þetta sé krókódíllinn Reggie sem tekist hefur að flýja fangara í um tvö ár. Hann var að sóla sig á girtu svæði þegar hann fannst. Hliðinu var lokað og sérfræðingar snöruðu hann. Sex menn börðust við skepnuna þangað til að þeir gátu lokað skoltinum á honum með límbandi. Reggie var síðan fluttur í dýragarð og fylgdu sjónvarpsþyrlur honum eftir á leið sinni um hraðbrautina á háannatíma. Reggie er ólöglegt gæludýr sem óx svo mikið að eigendur réðu ekkert við hann. Honum var kastað í vatn í garðinum fyrir um tveimur árum. Þegar hann sást svo fyrst í vatninu í ágúst árið 2005 varð hann strax stórstjarna, enda í Hollywood. Nú má búast við því að hann verði settur í sóttkví í 30 - 60 daga. Margar vikur getur tekið að kynna hann fyrir öðrum krókódílum í dýragarðinum. Áður en krókódílafangarinn Steve Irwing dó var hann búinn að bjóðast til að aðstoða við leit og handsömun á Reggie. Heimamenn nefndu dýrið Reggie án þess að vita hvaða kyn hann væri. Hann hefur nú þegar verið innblásturinn af einu lagi og tveimur barnabókum. Einnig hafa verið gerðir óteljandi t-bolir með myndum af Reggie.
Vísindi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira