Enski boltinn

Owen í byrjunarliði B-liðs Englendinga

Michael Owen mun á morgun spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga síðan á HM í fyrrasumar þegar hann verður í byrjunarliði B-liðsins sem mætir Albönum. Owen verður í framlínunni ásamt Alan Smith frá Manchester United en auk þeirra eru í liðinu nokkrir leikmenn sem ekki hafa átt fast sæti í A-landsliðinu.

Með þeim í liðinu eru menn eins og Tottenham-leikmennirnir Ledley King, Aaron Lennon, Michael Dawson og Jermaine Jenas. Byrjunarlið Englendinga er hér fyrir neðan.

Carson, P Neville, King, Dawson, Shorey, Lennon, Barry, Jenas, Bentley, Owen, Smith.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×