Enski boltinn

Duff úr leik fram í nóvember

NordicPhotos/GettyImages
Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff hjá Newcastle getur ekki spilað með liði sínu á ný fyrr en eftir fimm eða sex mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Þetta sagði Steve Staunton landsliðsþjálfari Íra í dag. Það er því ekki hægt að segja að Newcastle hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í fyrra þegar það keypti stjörnuleikmennina Duff og Michael Owen, sem báðir hafa verið oftar hjá sjúkraþjálfaranum en á leikvellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×