Enski boltinn

Distin farinn frá City

NordicPhotos/GettyImages
Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur ákveðið að fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City eftir fimm ár í röðum þess. Distin er 29 ára gamall og missti aðeins úr einn leik á tímabilinu. Hann neitaði tilboði City um framlengingu á samningi sínum og talið er að hann muni ganga í raðir Portsmouth í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×