Enski boltinn

Ranieri neitar viðræðum við Manchester City

NordicPhotos/GettyImages

Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma hefur neitað því að hafa verið í viðræðum við Manchester City um að verða eftirmaður Stuart Pearce í stjórastólnum hjá félaginu. Ranieri hefur unnið gott starf hjá Parma í vetur, en hann tók við liðinu á botninum og er nú í góðri leið með að bjarga því frá falli. Hann hafði þar áður verið í tveggja ára fríi frá knattspyrnunni en stýrði Chelsea áður en Jose Mourinho tók þar við.

"Ég elska enska boltann og ég væri alveg til í að vinna þar aftur einn daginn - en nú er ég að einbeita mér algjörlega að Parma," sagði Ítalinn í samtali við breska sjónvarpið í dag. Luis Van Gaal, Ronald Koeman og Gerard Houllier hafa einnig verið orðaðir við stjórastöðuna hjá City undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×