Enski boltinn

Allardyce: Vill ekki missa framherja sína

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir ekki koma til greina að selja framherjann Michael Owen frá félaginu eins og bresku blöðin hafa slúðrað um síðustu vikur.

"Michael er staddur á Írlandi og sendir afsökunarbeiðni sína að vera ekki viðstaddur fund minn með leikmönnum, en það skipti ekki öllu máli. Ég mun tala við hann í síma fljótlega og við munum afskrifa allt slúður um framtíð hans um leið og ég er búinn að ræða við hann," sagði Allardyce og undirstrikaði áhuga sinn á því að halda bæði Owen og Obafemi Martins áfram hjá félaginu.

"Þeir eru aðalmarkaskorararnir hjá liðinu og við viljum auðvitað ekki missa þá. Ég er metnaðarfullur og mig langar að sjá þetta félag lyfta bikar og komast í Evrópukeppnina sem fyrst," sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×