Erlent

Skortir sönnunargögn til að handtaka meintan ræningja Madeleine

Foreldrar Madeleine.
Foreldrar Madeleine. MYND/AFP
Portúgalska lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi fyrir skömmu að hún hefði ekki næg sönnunargögn til að handtaka Robert Murat meintan ræningja Madeleine McCann, fögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Lögreglan handtók Robert í gær en hann 41 árs gamall Breti búsettur í Portúgal.

Á fundinum kom fram að í gær hefði portúgalska lögreglan gert fimm húsleitir í tengslum við málið en ekkert hefði fundist sem gæti varpað frekari ljósi á það. Augu manna hafa helst beinst að Robert Murat eftir að hann var handtekinn í gær. Hann færður til yfirheyrslu í dag en samkvæmt portúgölsku lögreglunni eru ekki næg sönnunargögn fyrir hendi til að halda honum í fangelsi.

Murat hefur verið að aðstoða lögreglu og fréttamenn allan tíman og þótti blaðakonu Sunday Mirror hann vita grunsamlega of mikið um málið. Í kjölfarið var hann handtekinn af lögreglunni og færður til yfirheyrslu. Móðir hans, sem býr með honum, hefur einnig aðstoðað við rannsókn málsins en hún hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×