Enski boltinn

Gerrard tilbúinn að skrifa undir

NordicPhotos/GettyImages
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir viðræður um nýjan samning við félagið vera komnar langt á veg og segist muni skrifa undir um leið og pappírarnir komi á borðið. Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en mun væntanlega skrifa undir nýjan fjögurra ára samning fljótlega. Talið er að hann muni fá allt að 120,000 pund í vikulaun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×