Enski boltinn

FIFA ætlar að rannsaka mál West Ham

NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að það muni rannsaka hvort draga hefði átt stig af enska úrvalsdeildarliðinu West Ham í vor vegna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez.

Enska úrvalsdeildin sektaði félagið um 5,5 milljónir punda vegna þessa, en ákvað að draga ekki stig af liðinu. Þetta vakti gremju annara félaga í fallbaráttunni og nú hefur FIFA ákveðið að kanna málið. "Við erum að skoða málið því við höfum rétt á því að skoða hvernig staðið er að svona málum. Ef okkur þykir eitthvað loðið við þetta munum við skoða málið áður en næsta leiktíð hefst," sagði Sepp Blatter, forseti FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×