Enski boltinn

Brown og Ball í þriggja leikja bann

NordicPhotos/GettyImages
Michael Brown hjá Fulham og Michael Ball hjá Manchester City voru í dag dæmdir í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir fólskuleg brot í leik með liðum sínum á dögunum. Brown skallaði Xabi Alonso hjá Liverpool og Ball traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Báðir verða í banni í lokaleik liða sinna um helgina og í fyrstu tveimur leikjunum á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×