Enski boltinn

Ferdinand líkir Ronaldo við hasarblaðahetju

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi oftar en einu sinni verið farinn að óttast um að liðinu tækist ekki að halda efsta sætinu í úrvalsdeildinni í vetur. Hann segir að mark frá Ronaldo hafi endanlega stimplað trú inn í mannskapinn og líkti tilþrifum Portúgalans við tilburði hasarblaðahetjunnar Roy of the Rovers.

"Stjórinn sagði okkur alltaf að ef við næðum að hanga á vænlegri stöðu í deildinni eftir jólavertíðina væri allt mögulegt," sagði Ferdinand og sagði að glæsimark Cristiano Ronaldo gegn Fulham á sínum tíma hafi endanlega fyllt leikmenn liðsins trú á verkefnið.

"Hann var eins og Roy of the Rovers í þessum leik. Hann hirti boltann, setti undir sig hausinn og hljóp í átt að markinu - og allt í einu var hann búinn að skora," sagði Ferdinand. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×