Enski boltinn

Shepherd segir Owen að halda sig við Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, var alls ekki kátur með fréttaflutning bresku blaðanna í dag þar sem slúðrað hefur verið um brottför Michael Owen frá félaginu í sumar. Shepherd hvetur Owen til að sýna félaginu hollustu eftir að hafa aðeins spilað 13 leiki með því síðan hann var keyptur fyrir metfé árið 2005.

"Michael hefur tvo kosti í stöðunni. Hann getur stigið fram og sagt stuðningsmönnum liðsins að hann sé ánægður á St. James´ Park og ef hann gerir það ekki get ég vel tjáð honum að ekkert af stóru félögunum fjórum hafi áhuga á að kaupa hann í sumar - því það er staðreynd," sagði Shepherd.

Breska blaðið Times greindi frá því að Owen gæti verið til sölu fyrir litlar 9 milljónir punda í sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við Chelsea, Manchester United, Arsenal og Liverpool í kjölfarið. "Svona yfirlýsingar eru ekki eitthvað sem stuðningsmenn félagsins vilja heyra eftir framvindu mála síðustu tvö ár. Þetta eru tilraunir til að moka undan veru Owen hjá félaginu og upplýsingar sem þessar koma sannarlega ekki frá okkar fólki," sagði Shepherd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×