Enski boltinn

Vill staðfestingu á að Tevez megi spila

Nordicphotos/Getty images.

Stjórnarformaður Wigan hefur ritað forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar bréf þar sem hann krefst því að fá skriflega staðfestingu á því frá deildarmönnum að Argentínumaðurinn Carlos Tevez sé löglegur með West Ham. Wigan á í harðri fallbaráttu við West Ham og örlög liðanna ráðast á sunnudaginn í lokaumferðinni.

West Ham-menn hafa sagt að þeir hafi rifið samninginn sem Tevez skrifaði upprunalega undir við félagið þar sem hann var bundinn við þriðja aðila. Þetta braut reglur úrvalsdeildarinnar. "Það hlýtur að þurfa báða aðila til til að rifta svona samningi. Við viljum sjá heimildir fyrir því að samningnum hafi verið rift fyrir 28. apríl þegar West Ham lék við Wigan," sagði stjórnarformaðurinn - en West Ham vann leikinn 3-0 og þar spilaði Tevez stórt hlutverk með liðinu.

West Ham er í 17. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina með 38 stig, en Wigan er í 18. sætinu, sem er fallsæti, og hefur 35 stig. Wigan hefur skárri markatölu og því verður liðið að vinna lokaleik sinn í deildinni gegn Sheffield United og treysta á að West Ham tapi fyrir Manchester United á Old Trafford. Sheffield United hefur einnig 38 stig og er í 16. sætinu og getur því einnig fallið ef allt fer á versta veg í leiknum gegn Wigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×