Enski boltinn

Bragðdauft á Brúnni

NordicPhotos/GettyImages

Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. United hafði þegar tryggt sér titilinn og því tefldu bæði lið fram mörgum varaskeifum í leiknum í kvöld og hvíldu lykilmenn fyrir átökin í bikarúrslitaleiknum.

Chelsea heiðraði leikmenn Manchester United þegar þeir gengu inn á völlinn, en í röðum United voru fáir af þeim sem tryggðu liðinu titilinni í vetur. Menn á borð við Tomasz Kuszczak, Kieran Lee, Dibg Fangzhou og Chris Eagles voru í byrjunarliði United í leiknum og fengu því að sjá mótherja sína klappa fyrir sér þegar þeir gengu inn á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×