Enski boltinn

West Ham ætlar ekki að áfrýja

NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að félagið ætli ekki að áfrýja 5,5 milljón punda sektinni sem félagið var dæmt til að greiða vegna loðinna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Teves í fyrra.

"Sektin sem við þurfum að greiða er mjög há, en nú er kominn tími til að gleyma þessu máli og loka því. Þetta voru mistök af okkar hálfu en nú verðum að einbeita okkur að því að leiknum við Manchester United. Örlög okkar, eins og annara félaga, ættu að ráðast á knattspyrnuvellinum," sagði Eggert Magnússon í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×