Valur: Þriðja árið hans Willums 9. maí 2007 16:14 Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. Valsmenn hafa áfram verið duglegir á félagskiptamarkaðnum og breiddin í liðinu er meiri en í fyrra. Helgi Sigurðsson kom frá Fram og spilar sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi í tíu ár og Valsmenn vonast til að eignast í honum langþráðan tíu marka mann. Enginn skoraði fleiri en sex mörk í Valsliðinu síðasta sumar. Liðið gerði átta jafntefli í síðustu tólf leikjum sínum í deildinni og vantaði þar tilfinnanlega leikmann til að gera út um leikina. Willum Þór Þórsson hefur gert frábæra hluti með Valsmenn og komið Hlíðarendaliðinu í hóp bestu liða landsins eftir áratuga fjarveru. Þriðja árið er hins vegar runnið upp hjá Willum Þór og ef þjálfaraferill hans er skoðaður eru það ekki alltof góðar fréttir fyrir Valsmenn. Undir hans stjórn voru Þróttarar næstum því fallnir niður í C-deild á hans þriðja ári sumarið 1999 og KR-ingar enduðu í 6. sæti sumarið 2004 eftir að Willum Þór hafði gert þá að Íslandsmeisturum tvö ár á undan. Þetta er stórt sumar fyrir Valsmenn, sem komast loksins heim á Hlíðarenda í haust eftir að hafa spilað á Laugardalsvellinum undanfarið. Heimavallarleysið háir Valsmönnum því sem fyrr en takist Willum að brjótast út úr álögum þriðja ársins hefur liðið alla burði til þess að berjast um titilinn líkt og undanfarin tvö ár.Lykilmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er áfram í leiðtogahlutverki í Valsvörninni og ber auk þess fyrirliðabandið í forföllum Sigurbjörns Hreiðarssonar. Atli hefur leikið mjög vel undanfarin tímabil og á mikinn þátt í að Valsmenn hafa bara fengið á sig 34 mörk undanfarin tvö sumur. Atli er stór og sterkur leikmaður sem gerir fá mistök og er skynsamur í öllum sínum aðgerðum. Samvinna Atla og Barry Smith gekk mjög vel í fyrra og Valsliðið tapaði ekki deildarleik eftir að þeir fóru að spila hlið við hlið.X-Faktorinn Guðmundur Benediktsson hefur verið aðalhönnuður Valssóknarinnar undanfarið og hefur gefið 19 stoðsendingar síðustu tvö sumur. Guðmundur er ekki að verða yngri og meiðslahrjáður ferill hefur tekið sinn toll. Haldi hann út og taki jafnvel upp á því að fara að nýta færin sín aftur fara Valsmenn langt.Okkar einkunn Þjálfari 8 Markvarsla 8 Vörn 9 Miðja 9 Sókn 8 Breidd 8 Liðsstyrkur 9 Heimavöllur 3 Áhorfendur 7 Hefð/Reynsla 8Gengi síðustu ára 2006 3. sæti 2005 2. sæti 2004 1. sæti (B-deild) 2003 10. sæti 2002 1. sæti (B-deild) 2001 9. sætiGengi á vormótunum 10 sigrar 0 jafntefli 4 töp Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30 HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. Valsmenn hafa áfram verið duglegir á félagskiptamarkaðnum og breiddin í liðinu er meiri en í fyrra. Helgi Sigurðsson kom frá Fram og spilar sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi í tíu ár og Valsmenn vonast til að eignast í honum langþráðan tíu marka mann. Enginn skoraði fleiri en sex mörk í Valsliðinu síðasta sumar. Liðið gerði átta jafntefli í síðustu tólf leikjum sínum í deildinni og vantaði þar tilfinnanlega leikmann til að gera út um leikina. Willum Þór Þórsson hefur gert frábæra hluti með Valsmenn og komið Hlíðarendaliðinu í hóp bestu liða landsins eftir áratuga fjarveru. Þriðja árið er hins vegar runnið upp hjá Willum Þór og ef þjálfaraferill hans er skoðaður eru það ekki alltof góðar fréttir fyrir Valsmenn. Undir hans stjórn voru Þróttarar næstum því fallnir niður í C-deild á hans þriðja ári sumarið 1999 og KR-ingar enduðu í 6. sæti sumarið 2004 eftir að Willum Þór hafði gert þá að Íslandsmeisturum tvö ár á undan. Þetta er stórt sumar fyrir Valsmenn, sem komast loksins heim á Hlíðarenda í haust eftir að hafa spilað á Laugardalsvellinum undanfarið. Heimavallarleysið háir Valsmönnum því sem fyrr en takist Willum að brjótast út úr álögum þriðja ársins hefur liðið alla burði til þess að berjast um titilinn líkt og undanfarin tvö ár.Lykilmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er áfram í leiðtogahlutverki í Valsvörninni og ber auk þess fyrirliðabandið í forföllum Sigurbjörns Hreiðarssonar. Atli hefur leikið mjög vel undanfarin tímabil og á mikinn þátt í að Valsmenn hafa bara fengið á sig 34 mörk undanfarin tvö sumur. Atli er stór og sterkur leikmaður sem gerir fá mistök og er skynsamur í öllum sínum aðgerðum. Samvinna Atla og Barry Smith gekk mjög vel í fyrra og Valsliðið tapaði ekki deildarleik eftir að þeir fóru að spila hlið við hlið.X-Faktorinn Guðmundur Benediktsson hefur verið aðalhönnuður Valssóknarinnar undanfarið og hefur gefið 19 stoðsendingar síðustu tvö sumur. Guðmundur er ekki að verða yngri og meiðslahrjáður ferill hefur tekið sinn toll. Haldi hann út og taki jafnvel upp á því að fara að nýta færin sín aftur fara Valsmenn langt.Okkar einkunn Þjálfari 8 Markvarsla 8 Vörn 9 Miðja 9 Sókn 8 Breidd 8 Liðsstyrkur 9 Heimavöllur 3 Áhorfendur 7 Hefð/Reynsla 8Gengi síðustu ára 2006 3. sæti 2005 2. sæti 2004 1. sæti (B-deild) 2003 10. sæti 2002 1. sæti (B-deild) 2001 9. sætiGengi á vormótunum 10 sigrar 0 jafntefli 4 töp
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30 HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30
HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32