HK: Nýliðarnir númeri of litlir 1. maí 2007 17:32 Mynd/AntonBrink Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. HK er komið upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og þangað eru HK-ingar komnir eftir að hafa verið í 3. deild fyrir aðeins sex árum. HK-liðið er þekkt fyrir leikgleði, sterka liðsheild og mikla baráttu og fór félagið upp í Landsbankadeildina án þess að vera borið uppi af einhverjum stjörnuleikmönnum. Gunnar Guðmundsson kom HK upp á sínu þriðja ári og á það sameiginlegt með nánast öllum leikmönnum liðsins að búa yfir lítilli reynslu úr efstu deild. HK-ingar eru hugrakkir því þeir hafa ekki styrkt liðið mikið fyrir þetta tímabil. Þeir hafa aukið breiddina en ekki fengið til sín leikmenn sem hafa sannað sig á stóra sviðinu. HK-menn ætla áfram að treysta á liðheildina og byggja á sínum strákum líkt og áður. Það er mikill efniviður í Fagralundi og þetta sumar verður ómetanlegt fyrir reynslubankann en það er fátt sem bendir til þess að jafn reynslulítið lið eigi möguleika á að stíga skrefið upp í hóp bestu liða landsins. HK-liðið verður örugglega sýnd veiði en ekki gefin líkt og hefur sést í bikarkeppninni síðustu sumur en það er erfitt að sjá hvernig liðið ætli að halda sér í deildinni á ekki sterkari og reyndari mannskap. Það er samt öruggt að Gunnleifur Gunnleifsson og félagar eiga eftir að setja sinn svip á deildina.> Lykilmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið hjartað og sálin í HK-liðinu undanfarin ár og sýnt félaginu mikinn trúnað þrátt fyrir augljósan áhuga annarra Landsbankadeildarliða á honum. Gunnleifur hefur verið maðurinn á bak við það að liðið hefur aðeins fengið á sig 39 mörk í 36 leikjum undanfarin tvö tímabil og það verður örugglega nóg að gera hjá honum í sumar.> X-faktorinn Kolbeinn Sigþórsson er framtíðarstjarna íslenska fótboltans og frammistaða hans með 17 ára landsliðinu hefur vakið mikla athygli á þessum efnilega framherja. Kolbeinn hefur lýst yfir áhuga á að spila með HK en það er líklegt að hann semji við erlent lið og verði ekkert með HK í sumar.Okkar einkunn: Þjálfari 5 Markvarsla 8 Vörn 4 Miðja 4 Sókn 5 Breidd 1 Liðsstyrkur 2 Heimavöllur 6 Áhorfendur 7 Hefð/ReynslaGengi síðustu ára: 2006 2. sæti (B-deild) 2005 7. sæti (B) 2004 3. sæti (B) 2003 8. sæti (B) 2002 1. sæti (C) 2001 1. sæti (D)Gengi á vormótunum 3 sigrar 3 jafntefli 3 töp Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. HK er komið upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og þangað eru HK-ingar komnir eftir að hafa verið í 3. deild fyrir aðeins sex árum. HK-liðið er þekkt fyrir leikgleði, sterka liðsheild og mikla baráttu og fór félagið upp í Landsbankadeildina án þess að vera borið uppi af einhverjum stjörnuleikmönnum. Gunnar Guðmundsson kom HK upp á sínu þriðja ári og á það sameiginlegt með nánast öllum leikmönnum liðsins að búa yfir lítilli reynslu úr efstu deild. HK-ingar eru hugrakkir því þeir hafa ekki styrkt liðið mikið fyrir þetta tímabil. Þeir hafa aukið breiddina en ekki fengið til sín leikmenn sem hafa sannað sig á stóra sviðinu. HK-menn ætla áfram að treysta á liðheildina og byggja á sínum strákum líkt og áður. Það er mikill efniviður í Fagralundi og þetta sumar verður ómetanlegt fyrir reynslubankann en það er fátt sem bendir til þess að jafn reynslulítið lið eigi möguleika á að stíga skrefið upp í hóp bestu liða landsins. HK-liðið verður örugglega sýnd veiði en ekki gefin líkt og hefur sést í bikarkeppninni síðustu sumur en það er erfitt að sjá hvernig liðið ætli að halda sér í deildinni á ekki sterkari og reyndari mannskap. Það er samt öruggt að Gunnleifur Gunnleifsson og félagar eiga eftir að setja sinn svip á deildina.> Lykilmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið hjartað og sálin í HK-liðinu undanfarin ár og sýnt félaginu mikinn trúnað þrátt fyrir augljósan áhuga annarra Landsbankadeildarliða á honum. Gunnleifur hefur verið maðurinn á bak við það að liðið hefur aðeins fengið á sig 39 mörk í 36 leikjum undanfarin tvö tímabil og það verður örugglega nóg að gera hjá honum í sumar.> X-faktorinn Kolbeinn Sigþórsson er framtíðarstjarna íslenska fótboltans og frammistaða hans með 17 ára landsliðinu hefur vakið mikla athygli á þessum efnilega framherja. Kolbeinn hefur lýst yfir áhuga á að spila með HK en það er líklegt að hann semji við erlent lið og verði ekkert með HK í sumar.Okkar einkunn: Þjálfari 5 Markvarsla 8 Vörn 4 Miðja 4 Sókn 5 Breidd 1 Liðsstyrkur 2 Heimavöllur 6 Áhorfendur 7 Hefð/ReynslaGengi síðustu ára: 2006 2. sæti (B-deild) 2005 7. sæti (B) 2004 3. sæti (B) 2003 8. sæti (B) 2002 1. sæti (C) 2001 1. sæti (D)Gengi á vormótunum 3 sigrar 3 jafntefli 3 töp
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira