HK: Nýliðarnir númeri of litlir 1. maí 2007 17:32 Mynd/AntonBrink Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. HK er komið upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og þangað eru HK-ingar komnir eftir að hafa verið í 3. deild fyrir aðeins sex árum. HK-liðið er þekkt fyrir leikgleði, sterka liðsheild og mikla baráttu og fór félagið upp í Landsbankadeildina án þess að vera borið uppi af einhverjum stjörnuleikmönnum. Gunnar Guðmundsson kom HK upp á sínu þriðja ári og á það sameiginlegt með nánast öllum leikmönnum liðsins að búa yfir lítilli reynslu úr efstu deild. HK-ingar eru hugrakkir því þeir hafa ekki styrkt liðið mikið fyrir þetta tímabil. Þeir hafa aukið breiddina en ekki fengið til sín leikmenn sem hafa sannað sig á stóra sviðinu. HK-menn ætla áfram að treysta á liðheildina og byggja á sínum strákum líkt og áður. Það er mikill efniviður í Fagralundi og þetta sumar verður ómetanlegt fyrir reynslubankann en það er fátt sem bendir til þess að jafn reynslulítið lið eigi möguleika á að stíga skrefið upp í hóp bestu liða landsins. HK-liðið verður örugglega sýnd veiði en ekki gefin líkt og hefur sést í bikarkeppninni síðustu sumur en það er erfitt að sjá hvernig liðið ætli að halda sér í deildinni á ekki sterkari og reyndari mannskap. Það er samt öruggt að Gunnleifur Gunnleifsson og félagar eiga eftir að setja sinn svip á deildina.> Lykilmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið hjartað og sálin í HK-liðinu undanfarin ár og sýnt félaginu mikinn trúnað þrátt fyrir augljósan áhuga annarra Landsbankadeildarliða á honum. Gunnleifur hefur verið maðurinn á bak við það að liðið hefur aðeins fengið á sig 39 mörk í 36 leikjum undanfarin tvö tímabil og það verður örugglega nóg að gera hjá honum í sumar.> X-faktorinn Kolbeinn Sigþórsson er framtíðarstjarna íslenska fótboltans og frammistaða hans með 17 ára landsliðinu hefur vakið mikla athygli á þessum efnilega framherja. Kolbeinn hefur lýst yfir áhuga á að spila með HK en það er líklegt að hann semji við erlent lið og verði ekkert með HK í sumar.Okkar einkunn: Þjálfari 5 Markvarsla 8 Vörn 4 Miðja 4 Sókn 5 Breidd 1 Liðsstyrkur 2 Heimavöllur 6 Áhorfendur 7 Hefð/ReynslaGengi síðustu ára: 2006 2. sæti (B-deild) 2005 7. sæti (B) 2004 3. sæti (B) 2003 8. sæti (B) 2002 1. sæti (C) 2001 1. sæti (D)Gengi á vormótunum 3 sigrar 3 jafntefli 3 töp Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. HK er komið upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og þangað eru HK-ingar komnir eftir að hafa verið í 3. deild fyrir aðeins sex árum. HK-liðið er þekkt fyrir leikgleði, sterka liðsheild og mikla baráttu og fór félagið upp í Landsbankadeildina án þess að vera borið uppi af einhverjum stjörnuleikmönnum. Gunnar Guðmundsson kom HK upp á sínu þriðja ári og á það sameiginlegt með nánast öllum leikmönnum liðsins að búa yfir lítilli reynslu úr efstu deild. HK-ingar eru hugrakkir því þeir hafa ekki styrkt liðið mikið fyrir þetta tímabil. Þeir hafa aukið breiddina en ekki fengið til sín leikmenn sem hafa sannað sig á stóra sviðinu. HK-menn ætla áfram að treysta á liðheildina og byggja á sínum strákum líkt og áður. Það er mikill efniviður í Fagralundi og þetta sumar verður ómetanlegt fyrir reynslubankann en það er fátt sem bendir til þess að jafn reynslulítið lið eigi möguleika á að stíga skrefið upp í hóp bestu liða landsins. HK-liðið verður örugglega sýnd veiði en ekki gefin líkt og hefur sést í bikarkeppninni síðustu sumur en það er erfitt að sjá hvernig liðið ætli að halda sér í deildinni á ekki sterkari og reyndari mannskap. Það er samt öruggt að Gunnleifur Gunnleifsson og félagar eiga eftir að setja sinn svip á deildina.> Lykilmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið hjartað og sálin í HK-liðinu undanfarin ár og sýnt félaginu mikinn trúnað þrátt fyrir augljósan áhuga annarra Landsbankadeildarliða á honum. Gunnleifur hefur verið maðurinn á bak við það að liðið hefur aðeins fengið á sig 39 mörk í 36 leikjum undanfarin tvö tímabil og það verður örugglega nóg að gera hjá honum í sumar.> X-faktorinn Kolbeinn Sigþórsson er framtíðarstjarna íslenska fótboltans og frammistaða hans með 17 ára landsliðinu hefur vakið mikla athygli á þessum efnilega framherja. Kolbeinn hefur lýst yfir áhuga á að spila með HK en það er líklegt að hann semji við erlent lið og verði ekkert með HK í sumar.Okkar einkunn: Þjálfari 5 Markvarsla 8 Vörn 4 Miðja 4 Sókn 5 Breidd 1 Liðsstyrkur 2 Heimavöllur 6 Áhorfendur 7 Hefð/ReynslaGengi síðustu ára: 2006 2. sæti (B-deild) 2005 7. sæti (B) 2004 3. sæti (B) 2003 8. sæti (B) 2002 1. sæti (C) 2001 1. sæti (D)Gengi á vormótunum 3 sigrar 3 jafntefli 3 töp
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira