Valur: Þriðja árið hans Willums 9. maí 2007 16:14 Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. Valsmenn hafa áfram verið duglegir á félagskiptamarkaðnum og breiddin í liðinu er meiri en í fyrra. Helgi Sigurðsson kom frá Fram og spilar sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi í tíu ár og Valsmenn vonast til að eignast í honum langþráðan tíu marka mann. Enginn skoraði fleiri en sex mörk í Valsliðinu síðasta sumar. Liðið gerði átta jafntefli í síðustu tólf leikjum sínum í deildinni og vantaði þar tilfinnanlega leikmann til að gera út um leikina. Willum Þór Þórsson hefur gert frábæra hluti með Valsmenn og komið Hlíðarendaliðinu í hóp bestu liða landsins eftir áratuga fjarveru. Þriðja árið er hins vegar runnið upp hjá Willum Þór og ef þjálfaraferill hans er skoðaður eru það ekki alltof góðar fréttir fyrir Valsmenn. Undir hans stjórn voru Þróttarar næstum því fallnir niður í C-deild á hans þriðja ári sumarið 1999 og KR-ingar enduðu í 6. sæti sumarið 2004 eftir að Willum Þór hafði gert þá að Íslandsmeisturum tvö ár á undan. Þetta er stórt sumar fyrir Valsmenn, sem komast loksins heim á Hlíðarenda í haust eftir að hafa spilað á Laugardalsvellinum undanfarið. Heimavallarleysið háir Valsmönnum því sem fyrr en takist Willum að brjótast út úr álögum þriðja ársins hefur liðið alla burði til þess að berjast um titilinn líkt og undanfarin tvö ár.Lykilmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er áfram í leiðtogahlutverki í Valsvörninni og ber auk þess fyrirliðabandið í forföllum Sigurbjörns Hreiðarssonar. Atli hefur leikið mjög vel undanfarin tímabil og á mikinn þátt í að Valsmenn hafa bara fengið á sig 34 mörk undanfarin tvö sumur. Atli er stór og sterkur leikmaður sem gerir fá mistök og er skynsamur í öllum sínum aðgerðum. Samvinna Atla og Barry Smith gekk mjög vel í fyrra og Valsliðið tapaði ekki deildarleik eftir að þeir fóru að spila hlið við hlið.X-Faktorinn Guðmundur Benediktsson hefur verið aðalhönnuður Valssóknarinnar undanfarið og hefur gefið 19 stoðsendingar síðustu tvö sumur. Guðmundur er ekki að verða yngri og meiðslahrjáður ferill hefur tekið sinn toll. Haldi hann út og taki jafnvel upp á því að fara að nýta færin sín aftur fara Valsmenn langt.Okkar einkunn Þjálfari 8 Markvarsla 8 Vörn 9 Miðja 9 Sókn 8 Breidd 8 Liðsstyrkur 9 Heimavöllur 3 Áhorfendur 7 Hefð/Reynsla 8Gengi síðustu ára 2006 3. sæti 2005 2. sæti 2004 1. sæti (B-deild) 2003 10. sæti 2002 1. sæti (B-deild) 2001 9. sætiGengi á vormótunum 10 sigrar 0 jafntefli 4 töp Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30 HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. Valsmenn hafa áfram verið duglegir á félagskiptamarkaðnum og breiddin í liðinu er meiri en í fyrra. Helgi Sigurðsson kom frá Fram og spilar sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi í tíu ár og Valsmenn vonast til að eignast í honum langþráðan tíu marka mann. Enginn skoraði fleiri en sex mörk í Valsliðinu síðasta sumar. Liðið gerði átta jafntefli í síðustu tólf leikjum sínum í deildinni og vantaði þar tilfinnanlega leikmann til að gera út um leikina. Willum Þór Þórsson hefur gert frábæra hluti með Valsmenn og komið Hlíðarendaliðinu í hóp bestu liða landsins eftir áratuga fjarveru. Þriðja árið er hins vegar runnið upp hjá Willum Þór og ef þjálfaraferill hans er skoðaður eru það ekki alltof góðar fréttir fyrir Valsmenn. Undir hans stjórn voru Þróttarar næstum því fallnir niður í C-deild á hans þriðja ári sumarið 1999 og KR-ingar enduðu í 6. sæti sumarið 2004 eftir að Willum Þór hafði gert þá að Íslandsmeisturum tvö ár á undan. Þetta er stórt sumar fyrir Valsmenn, sem komast loksins heim á Hlíðarenda í haust eftir að hafa spilað á Laugardalsvellinum undanfarið. Heimavallarleysið háir Valsmönnum því sem fyrr en takist Willum að brjótast út úr álögum þriðja ársins hefur liðið alla burði til þess að berjast um titilinn líkt og undanfarin tvö ár.Lykilmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er áfram í leiðtogahlutverki í Valsvörninni og ber auk þess fyrirliðabandið í forföllum Sigurbjörns Hreiðarssonar. Atli hefur leikið mjög vel undanfarin tímabil og á mikinn þátt í að Valsmenn hafa bara fengið á sig 34 mörk undanfarin tvö sumur. Atli er stór og sterkur leikmaður sem gerir fá mistök og er skynsamur í öllum sínum aðgerðum. Samvinna Atla og Barry Smith gekk mjög vel í fyrra og Valsliðið tapaði ekki deildarleik eftir að þeir fóru að spila hlið við hlið.X-Faktorinn Guðmundur Benediktsson hefur verið aðalhönnuður Valssóknarinnar undanfarið og hefur gefið 19 stoðsendingar síðustu tvö sumur. Guðmundur er ekki að verða yngri og meiðslahrjáður ferill hefur tekið sinn toll. Haldi hann út og taki jafnvel upp á því að fara að nýta færin sín aftur fara Valsmenn langt.Okkar einkunn Þjálfari 8 Markvarsla 8 Vörn 9 Miðja 9 Sókn 8 Breidd 8 Liðsstyrkur 9 Heimavöllur 3 Áhorfendur 7 Hefð/Reynsla 8Gengi síðustu ára 2006 3. sæti 2005 2. sæti 2004 1. sæti (B-deild) 2003 10. sæti 2002 1. sæti (B-deild) 2001 9. sætiGengi á vormótunum 10 sigrar 0 jafntefli 4 töp
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30 HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30
HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32