ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? 5. maí 2007 07:30 Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. Skagamenn hafa ekki verið tvö ár í röð í neðri hluta deildarinnar síðan 1990 þegar liðið féll síðast úr deildinni. Skagamenn ollu miklum vonbrigðum með því að ná aðeins sjötta sæti í fyrra en að þessu sinni eru engar kröfur um titla upp á Skaga enda eru menn að byggja upp framtíðarlið. ÍA er búið að endurheimta einn besta þjálfara sem Ísland hefur alið og það má aldrei afskrifa lið sem hafa Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón er mættur upp á Skaga í fjórða sinn og verkefnið hefur líklega aldrei verið stærra. Líkt og þegar hann tók við Skagamönnum í annað sinn 1991 þarf hann að byggja upp nýtt lið. Margir reynslumiklir leikmenn hafa yfirgefið Skipaskagann og það er ekki eins og liðið hafi ekki verið byggt upp af ungum leikmönnum fyrir. Guðjón þarf nauðsynlega á því að halda að synirnir Bjarni og Þórður Guðjónsson spili sinn besta bolta í sumar. Þeir hafa spilað vel undir föður sínum hingað til og þrátt fyrir að þeir skori kannski ekki 13 (Bjarni 1996) og 19 mörk (Þórður 1993) eins og þeir gerðu síðast þá ættu þeir að gera verið tveir af betri leikmönnum Landsbankadeildarinnar í sumar. Stærsta spurningamerkið er hvaða erlenda leikmenn Guðjón krækir í. Hann ætlar að fá sér tvo góða leikmenn sem vega upp veikleika liðsins og passi þeir inn í Skagaliðið þá aldrei að vita hvað gerist. Guðjón mun spila skipulegan og skynsaman bolta og það er öruggt að ÍA-liðið verður einn erfiðasti andstæðingur í deildinni. Hvað það á eftir að skila í stigatölfunni er hinsvegar eitt stórt spurningarmerki. Lykilmaðurinn: Bjarni Guðjónsson átti mjög gott tímabil í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu. Það var ekki við Bjarna að sakast að gengi liðsins var ekki betra en hann skoraði 5 mörk og gaf 7 stoðsendingar þrátt fyrir að spila stóran hluta tímabilsins í öftustu varnarlínu liðsins. Bjarni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hann ætti að fá að spila sína stöðu í sumar og myndi því stýra leik Skagamanna á miðjunni. Bjarni átti sitt besta tímabil til þessa þegar hann spilaði síðast fyrir föður sinn og það má því búast við góðu sumri. X-faktorinn: Þórður Guðjónsson er áfram spurningarmerki. Heimkoma hans er búin að vera sama hrakfallasaga og síðustu fimm tímabil hans í atvinnumennskunni. Hann er búinn að vera meiddur og hefur lítið getað beitt sér. Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir Skagaliðið að Þórður verði klár enda einn fárra reynslubolta liðsins í ungu liði Skagamanna. Okkar einkunn: Þjálfari 10, Markvarsla 5 Vörn 5 Miðja 8 Sókn 2 Breidd 2 Liðsstyrkur 1 Heimavöllur 9 Áhorfendur 8 Hefð/Reynsla 8. Gengi í vormótunum: 2 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. Skagamenn hafa ekki verið tvö ár í röð í neðri hluta deildarinnar síðan 1990 þegar liðið féll síðast úr deildinni. Skagamenn ollu miklum vonbrigðum með því að ná aðeins sjötta sæti í fyrra en að þessu sinni eru engar kröfur um titla upp á Skaga enda eru menn að byggja upp framtíðarlið. ÍA er búið að endurheimta einn besta þjálfara sem Ísland hefur alið og það má aldrei afskrifa lið sem hafa Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón er mættur upp á Skaga í fjórða sinn og verkefnið hefur líklega aldrei verið stærra. Líkt og þegar hann tók við Skagamönnum í annað sinn 1991 þarf hann að byggja upp nýtt lið. Margir reynslumiklir leikmenn hafa yfirgefið Skipaskagann og það er ekki eins og liðið hafi ekki verið byggt upp af ungum leikmönnum fyrir. Guðjón þarf nauðsynlega á því að halda að synirnir Bjarni og Þórður Guðjónsson spili sinn besta bolta í sumar. Þeir hafa spilað vel undir föður sínum hingað til og þrátt fyrir að þeir skori kannski ekki 13 (Bjarni 1996) og 19 mörk (Þórður 1993) eins og þeir gerðu síðast þá ættu þeir að gera verið tveir af betri leikmönnum Landsbankadeildarinnar í sumar. Stærsta spurningamerkið er hvaða erlenda leikmenn Guðjón krækir í. Hann ætlar að fá sér tvo góða leikmenn sem vega upp veikleika liðsins og passi þeir inn í Skagaliðið þá aldrei að vita hvað gerist. Guðjón mun spila skipulegan og skynsaman bolta og það er öruggt að ÍA-liðið verður einn erfiðasti andstæðingur í deildinni. Hvað það á eftir að skila í stigatölfunni er hinsvegar eitt stórt spurningarmerki. Lykilmaðurinn: Bjarni Guðjónsson átti mjög gott tímabil í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu. Það var ekki við Bjarna að sakast að gengi liðsins var ekki betra en hann skoraði 5 mörk og gaf 7 stoðsendingar þrátt fyrir að spila stóran hluta tímabilsins í öftustu varnarlínu liðsins. Bjarni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hann ætti að fá að spila sína stöðu í sumar og myndi því stýra leik Skagamanna á miðjunni. Bjarni átti sitt besta tímabil til þessa þegar hann spilaði síðast fyrir föður sinn og það má því búast við góðu sumri. X-faktorinn: Þórður Guðjónsson er áfram spurningarmerki. Heimkoma hans er búin að vera sama hrakfallasaga og síðustu fimm tímabil hans í atvinnumennskunni. Hann er búinn að vera meiddur og hefur lítið getað beitt sér. Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir Skagaliðið að Þórður verði klár enda einn fárra reynslubolta liðsins í ungu liði Skagamanna. Okkar einkunn: Þjálfari 10, Markvarsla 5 Vörn 5 Miðja 8 Sókn 2 Breidd 2 Liðsstyrkur 1 Heimavöllur 9 Áhorfendur 8 Hefð/Reynsla 8. Gengi í vormótunum: 2 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32