ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? 5. maí 2007 07:30 Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. Skagamenn hafa ekki verið tvö ár í röð í neðri hluta deildarinnar síðan 1990 þegar liðið féll síðast úr deildinni. Skagamenn ollu miklum vonbrigðum með því að ná aðeins sjötta sæti í fyrra en að þessu sinni eru engar kröfur um titla upp á Skaga enda eru menn að byggja upp framtíðarlið. ÍA er búið að endurheimta einn besta þjálfara sem Ísland hefur alið og það má aldrei afskrifa lið sem hafa Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón er mættur upp á Skaga í fjórða sinn og verkefnið hefur líklega aldrei verið stærra. Líkt og þegar hann tók við Skagamönnum í annað sinn 1991 þarf hann að byggja upp nýtt lið. Margir reynslumiklir leikmenn hafa yfirgefið Skipaskagann og það er ekki eins og liðið hafi ekki verið byggt upp af ungum leikmönnum fyrir. Guðjón þarf nauðsynlega á því að halda að synirnir Bjarni og Þórður Guðjónsson spili sinn besta bolta í sumar. Þeir hafa spilað vel undir föður sínum hingað til og þrátt fyrir að þeir skori kannski ekki 13 (Bjarni 1996) og 19 mörk (Þórður 1993) eins og þeir gerðu síðast þá ættu þeir að gera verið tveir af betri leikmönnum Landsbankadeildarinnar í sumar. Stærsta spurningamerkið er hvaða erlenda leikmenn Guðjón krækir í. Hann ætlar að fá sér tvo góða leikmenn sem vega upp veikleika liðsins og passi þeir inn í Skagaliðið þá aldrei að vita hvað gerist. Guðjón mun spila skipulegan og skynsaman bolta og það er öruggt að ÍA-liðið verður einn erfiðasti andstæðingur í deildinni. Hvað það á eftir að skila í stigatölfunni er hinsvegar eitt stórt spurningarmerki. Lykilmaðurinn: Bjarni Guðjónsson átti mjög gott tímabil í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu. Það var ekki við Bjarna að sakast að gengi liðsins var ekki betra en hann skoraði 5 mörk og gaf 7 stoðsendingar þrátt fyrir að spila stóran hluta tímabilsins í öftustu varnarlínu liðsins. Bjarni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hann ætti að fá að spila sína stöðu í sumar og myndi því stýra leik Skagamanna á miðjunni. Bjarni átti sitt besta tímabil til þessa þegar hann spilaði síðast fyrir föður sinn og það má því búast við góðu sumri. X-faktorinn: Þórður Guðjónsson er áfram spurningarmerki. Heimkoma hans er búin að vera sama hrakfallasaga og síðustu fimm tímabil hans í atvinnumennskunni. Hann er búinn að vera meiddur og hefur lítið getað beitt sér. Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir Skagaliðið að Þórður verði klár enda einn fárra reynslubolta liðsins í ungu liði Skagamanna. Okkar einkunn: Þjálfari 10, Markvarsla 5 Vörn 5 Miðja 8 Sókn 2 Breidd 2 Liðsstyrkur 1 Heimavöllur 9 Áhorfendur 8 Hefð/Reynsla 8. Gengi í vormótunum: 2 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. Skagamenn hafa ekki verið tvö ár í röð í neðri hluta deildarinnar síðan 1990 þegar liðið féll síðast úr deildinni. Skagamenn ollu miklum vonbrigðum með því að ná aðeins sjötta sæti í fyrra en að þessu sinni eru engar kröfur um titla upp á Skaga enda eru menn að byggja upp framtíðarlið. ÍA er búið að endurheimta einn besta þjálfara sem Ísland hefur alið og það má aldrei afskrifa lið sem hafa Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón er mættur upp á Skaga í fjórða sinn og verkefnið hefur líklega aldrei verið stærra. Líkt og þegar hann tók við Skagamönnum í annað sinn 1991 þarf hann að byggja upp nýtt lið. Margir reynslumiklir leikmenn hafa yfirgefið Skipaskagann og það er ekki eins og liðið hafi ekki verið byggt upp af ungum leikmönnum fyrir. Guðjón þarf nauðsynlega á því að halda að synirnir Bjarni og Þórður Guðjónsson spili sinn besta bolta í sumar. Þeir hafa spilað vel undir föður sínum hingað til og þrátt fyrir að þeir skori kannski ekki 13 (Bjarni 1996) og 19 mörk (Þórður 1993) eins og þeir gerðu síðast þá ættu þeir að gera verið tveir af betri leikmönnum Landsbankadeildarinnar í sumar. Stærsta spurningamerkið er hvaða erlenda leikmenn Guðjón krækir í. Hann ætlar að fá sér tvo góða leikmenn sem vega upp veikleika liðsins og passi þeir inn í Skagaliðið þá aldrei að vita hvað gerist. Guðjón mun spila skipulegan og skynsaman bolta og það er öruggt að ÍA-liðið verður einn erfiðasti andstæðingur í deildinni. Hvað það á eftir að skila í stigatölfunni er hinsvegar eitt stórt spurningarmerki. Lykilmaðurinn: Bjarni Guðjónsson átti mjög gott tímabil í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu. Það var ekki við Bjarna að sakast að gengi liðsins var ekki betra en hann skoraði 5 mörk og gaf 7 stoðsendingar þrátt fyrir að spila stóran hluta tímabilsins í öftustu varnarlínu liðsins. Bjarni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hann ætti að fá að spila sína stöðu í sumar og myndi því stýra leik Skagamanna á miðjunni. Bjarni átti sitt besta tímabil til þessa þegar hann spilaði síðast fyrir föður sinn og það má því búast við góðu sumri. X-faktorinn: Þórður Guðjónsson er áfram spurningarmerki. Heimkoma hans er búin að vera sama hrakfallasaga og síðustu fimm tímabil hans í atvinnumennskunni. Hann er búinn að vera meiddur og hefur lítið getað beitt sér. Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir Skagaliðið að Þórður verði klár enda einn fárra reynslubolta liðsins í ungu liði Skagamanna. Okkar einkunn: Þjálfari 10, Markvarsla 5 Vörn 5 Miðja 8 Sókn 2 Breidd 2 Liðsstyrkur 1 Heimavöllur 9 Áhorfendur 8 Hefð/Reynsla 8. Gengi í vormótunum: 2 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32