Enski boltinn

Ferguson ætlar að færa Mourinho vínflösku

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson hafði orð á því í dag hve auðmjúklega kollegi hans Jose Mourinho hefði tekið því þegar hann þurfti í fyrsta sinn í stjórnartíð sinni að horfa á eftir enska meistaratitlinum renna sér úr greipum á dögunum.

"Jose veit hvað stutt er milli sigurs og taps. Maður verður að meðhöndla bæði með jafnaðargeði - gæta þess að verða ekki vitlaus ef maður tapar eða fara að monta sig ef maður vinnur. Hann hagaði sér mjög sómasamlega eftir að titillinn var úr augsýn og ég mun sjá til þess að færa honum góða flösku af víni til að sjá til þess að hann hafi gott bragð í munninum," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×