Enski boltinn

Ferguson: Ekkert mál að leyfa Ruud að fara

Ruud Van Nistelrooy sló eftirminnilega í gegn með Manchester United
Ruud Van Nistelrooy sló eftirminnilega í gegn með Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir að það hafi ekki verið sérlega erfið ákvörðun að leyfa framherjanum Ruud Van Nistelrooy að fara frá liðinu á sínum tíma, því hann hafi verið farinn að hafa áhrif á andann í herbúðum liðsins. Hann segir að erfiðara hafi verið að horfa á eftir Roy Keane.

"Það var mjög erfitt að horfa á eftir Roy Keane því hann hafði verið svo stór þáttur í öllu sem við gerðum. Það var hinsvegar ekki eins með Nistelrooy. Það var ekki svo stór ákvörðun. Menn verða að hafa gott andrúmsloft í liðinu ef árangur á að nást og það var það sem við vorum svo heppnir með í ár. Allir smullu vel saman frá fyrsta degi og það skilaði okkur góðum árangri. Það er samt aldrei auðvelt að brjóta upp liðið," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×