Erlent

Aðstoðarmaður Wolfowitz segir af sér

Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans.
Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans. MYND/AFP
Háttsettur aðstoðarmaður Paul Wolfowitz tilkynnti í dag að hann hefði sagt af sér. Kevin Kellems sagði að hneykslið sem Wolfowitz væri flæktur í gerði honum erfitt að sinna starfi sínu hjá Alþjóðabankanum. Kellems, sem vann einnig með Wolfowitz í varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna, mun hætta störfum í næstu viku.

„Vegna þeirra aðstæðna sem yfirstjórn bankans er í er það erfiðleikum bundið að sinna og vinna að verkefnum stofnunarinnar." sagði í yfirlýsingu frá Kellems. „Ég ber mikla virðingu fyrir starfsfólki bankans sem og stjórnendum hans." sagði ennfremur.

Brottför Kellems á sér stað á afar viðkvæmum tímapunkti. Nú er verið að rannsaka ásakanir á hendur forseta bankans, Paul Wolfowitz, en hann er sakaður um að hafa hjálpað kærustu sinni að fá hærri laun og betri stöðu innan stofnunarinnar.

Margir vilja að Volfowitz segi af sér þar sem að hneykslið hafi skaðað trúverðugleika bankans. Wolfowitz var nýbúinn að tilkynna um herferð gegn spillingu í bankanum þegar málið komst upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×