Enski boltinn

Ferguson með þrjá leikmenn í sigtinu

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist vera með þrjá nýja leikmenn í sigtinu sem hann hafi áhuga á að fá til félagsins í sumar. Hann vill ekki gefa upp hverjir þetta eru af ótta við að verða yfirboðinn af Chelsea.

"Við erum að skoð þrjá leikmenn og David Gill hefur fengið um þá upplýsingar. Það er mikil samkeppni um bestu leikmennina og við verðum að skoða hvað þeir kosta. Manchester United er alltaf félag sem trekkir að sterka leikmenn þar sem við erum með 76,000 áhorfendur á vellinum í hverri viku og liðið er þekkt um allan heim. Við getum hinsvegar ekki keppt við félög eins og Chelsea sem kaupa menn eins og Michael Essien fyrir 27 milljónir punda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×