Erlent

Hermenn handteknir fyrir að ræna og rupla

Fjórir bandarískir hermenn og einn lögreglumaður hafa verið handteknir fyrir að fara ránshendi um borgina Greensburg í Kansas sem varð illa úti af völdum skýstrokka á föstudag. Mennirnir eru grunaðir um að taka ófrjálsri hendi sígarettur og brennivín úr rústum verslunar í borginni.

Útgöngumann var í borginni vegna hamfaranna en mennirnir gátu í krafti einkennisbúninganna farið um bæinn að vild, rænandi og ruplandi. Í öðru tilviki voru tveir menn sem þóttust vera meðlimir í Rauða Krossinum handteknir fyrir sama glæp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×