Erlent

Vill fá skuldir Íraks felldar niður

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur farið þess á leit við þjóðir heims að þær felli niður skuldir íraska ríkisins. Þetta kom fram í ræðu hans við upphaf ráðstefnu um málefni Íraks sem hófst í Sharm el-Sheik í Egyptalandi í dag og lýkur á morgun.

Íraska ríkið skuldar jafnvirði rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna og helstu lánadrottnar eru Kína, Kúvæt, Rússland og Sádí-Arabía. Skuldunum var flestum safnað á valdatíma Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta. Sádía Arabar ætla að fella niður áttatíu prósent skulda en Rússar vilja forkaupsrétt á olíulindum eigi þeir að fella niður skuldir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×