Erlent

Miklir eldar í Manchester

Eldur logar nú í miðbæ Manchester borgar á Englandi og fimm hæða bygging er að hruni komin. Eldurinn hefur náð að læsa sig í nærliggjandi hús. Rúmlega 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn. Fyrstu fréttir voru á þá leið að útigangsmenn hefðu hafst við í húsinu en lögreglan hefur ekki staðfest það. Húsin standa við fjölfarna götu í borginni og hafa miklar umferðartafir skapast í kjölfar brunans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×