Enski boltinn

Hermann skoraði sjálfsmark

NordicPhotos/GettyImages
Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton áttu ekki góðan dag í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið steinlá 4-1 fyrir Blackburn. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og er liðið nú í næstneðsta sæti deildarinnar og missti West Ham upp fyrir sig. Sigur hefði þýtt að Charlton hefði komið sér í góð mál fyrir ofan Wigan og West Ham, en nú bíður liðsins erfiður slagur í síðustu tveimur leikjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×