Enski boltinn

Ferguson reiður út í Mourinho

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist gáttaður á því að enska knattspyrnusambandið skuli ekki vera búið að taka Jose Mourinho inn á teppi fyrir ummæli sín að undanförnu þar sem hann hefur hvað eftir annað látið í veðri vaka að sérstakar reglur gildi í dómgæslu í leikjum United.

"Mourinho virðist vera í persónulegri krossferð gegn ríkjandi reglum í deildinni og ég er mjög hissa á því að hann hafi ekki verið sektaður. Hann heldur bara áfram að tjá sig um þetta og segir að maðkur sé í mysunni í knattspyrnunni. Það er ekki rétt hjá honum," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×