Enski boltinn

Fimmtudagsslúðrið á Englandi

William Gallas hjá Arsenal er orðaður við Real Madrid
William Gallas hjá Arsenal er orðaður við Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Bresku slúðurblöðin eru full af safaríku efni í dag þar sem meðal annars er sagt frá því að Portúgalarnir Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho hafi skotið föstum skotum sín á milli í viðtölum við sjónvarpsstöð frá heimalandi sínu.

Daily Mail segir að portúgölsk sjónvarpsstöð hafi tekið viðtöl við þremenningana á dögunum vegna ummæla Mourinho um loðna vítaspyrnudóma sem Manchester United hafi fengið dæmda sér í vil - á meðan liðið fái aldrei dæmdar á sig vítaspyrnur.

Ronaldo sagðist ekki vilja láta draga sig inn í þessar umræður og sagði knattspyrnustjóra Chelsea alltaf segja hluti á borð við þessa því hann gæti ekki viðurkennt að hafa rangt fyrir sér. Mourinho svaraði því til að Ronaldo væri einn besti knattspyrnumaður heims í dag og ætti því að reyna að sýna þann þroska að vera ekki að ljúga og loka augunum fyrir staðreyndum.

Daily Mirror segir að Tottenham muni kaupa finnska markvörðinn Antti Niemi frá Fulham í sumar og ætli sér líka að klófesta hollenska landsliðsmanninn Arjen Robben frá Chelsea. Everton mun kaupa framherjann unga David Nugent frá Preston í sumar ef liðinu tekst ekki að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni (Ýmsir). Steven Davis mun fara frá Aston Villa í sumar af því hann vill spila á miðri miðjunni en ekki úti á kanti (Daily Mirror).

Chelsea er að fylgjast með rússneska framherjanum Alexander Prudnikov hjá Spartak Moskvu (Independent). William Gallas hjá Chelsea mun fara til Real Madrid í sumar (The Guardian). Framherjinn Mikael Forssell hjá Birmingham er í viðræðum við þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover (Daily Mirror). Arsenal er að íhuga tilboð í markvörðinn Craig Gordon hjá Hearts (The Times). Henrik Pedersen hjá Bolton mun snúa aftur til Danmerkur í sumar (The Times).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×