Enski boltinn

Middlesbrough kaupir Woodgate

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough staðfesti í dag formlega að það hefði gengið frá kaupum á enska landsliðsmiðverðinum Jonathan Woodgate frá Real Madrid fyrir 7 milljónir punda. Woodgate hefur verið sem lánsmaður hjá enska liðinu í vetur og hefur náð ferlinum á skrið á ný á heimaslóðunum eftir alvarleg meiðsli undanfarin ár. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning á Riverside.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×