Enski boltinn

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

Craig Bellamy
Craig Bellamy NordicPhotos/GettyImages

The Sun heldur því fram í dag að yfirmaður unglingastarfsins hjá Chelsea, Frank Arnesen, hafi verið að skoða leikmenn með hollenska þjálfaranum Guus Hiddink sem nú er landsliðsþjálfari Rússa. Hiddink hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea á næsta tímabili.

Blackburn hefur áhuga á að fá til sín miðjumanninn Fabrice Muamba frá Arsenal, sem nú er í láni hjá Birmingham í 1. deildinni. (Daily Mirror). Framherjinn John Hartson mun fara frá West Brom í sumar (ýmsir). Bolton er við það að ganga frá fjögurra ára samningi við 27 ára gamla varnarmanninn Paco Pavon frá Real Madrid (Daily Mail).

Framherjinn Francis Jeffers hjá Blackburn, sem nú er í láni hjá Ipswich, mun fara frá félaginu í sumar. Framtíð hans ku óráðin hjá Blackburn - sem á sama tíma er að reyna að fá Craig Bellamy til sín á ný frá Liverpool (ýmsir).

Manchester City og Portsmouth eru bæði að reyna að lokka til sín framherjann Daniel Nardiello frá Barnsley (Daily Star). Glasgow Celtic í Skotlandi er í baráttu við nokkur ensk úrvalsdeildarfélög um að landa leikstjórnandanum Jason Koumas frá West Brom (Daily Record).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×