Erlent

Fóstureyðingar heimilaðar í Mexíkóborg

Andstæðingar fóstureyðinga mótmæla á götum úti í Mexíkóborg í dag.
Andstæðingar fóstureyðinga mótmæla á götum úti í Mexíkóborg í dag. MYND/AP

Löggjafaryfirvöld í Mexíkóborg samþykktu í dag að heimila fóstureyðingar í borginni og nær það til fyrstu tólf vikna meðgöngu hjá konum. 46 þingmenn studdu frumvarp þessa efnis en 19 voru andsnúnir því.

Fyrir breytinguna voru fóstureyðingar aðeins heimilar ef konur höfðu orðið ófrískar eftir nauðgun, ef líf móðurinnar var í hættu eða ef fósturskaði var mikill.

Töluverðar deilur urðu um lagabreytinguna í Mexíkó sem er næstfjölmennasta kaþólikkaríki heims og hafði Vatíkanið meðal annars lýst yfir áhyggjum af breytingunni. Hins vegar bentu höfundar frumvarpsins á að yfir 1500 konur hefðu látist í Mexíkó á síðasta áratug eftir að hafa leitað á ólöglega staði í fóstureyðingu.

Hið nýja löggjöf nær þó aðeins til Mexíkóborgar en ekki annarra hluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×