Enski boltinn

Mourinho fer ekki frá Chelsea

Jose Mourinho hefur skilað góðu starfi hjá Chelsea og nú hefur framtíð hans verið tryggð - í bili að minnsta kosti
Jose Mourinho hefur skilað góðu starfi hjá Chelsea og nú hefur framtíð hans verið tryggð - í bili að minnsta kosti NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho segir að sér hafi létt mikið eftir fund sem hann átti með forráðamönnum Chelsea um helgina, þar sem endanlega var staðfest að hann væri ekki á förum annað eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum undanfarnar vikur.

"Ég opnaði hug minn og hjarta fyrir þeim og sagði þeim eins og var - ég vildi halda áfram með liðið. Þetta er meira en bara vinna fyrir mig. Kannski er það þetta land - kannski er það fótboltinn. Chelsea er mitt fyrsta félag á Englandi og ég hef myndað sérstakt samband við þetta félag, stuðningsmennina og stjórnina. Við höfum átt frábært samstarf og nú get ég einbeitt mér algjörlega að liðinu. Það er góð tilfinning," sagði Mourinho, en bresku blöðin hafa um fátt meira ritað síðustu vikur en yfirvofandi brottför Mourinho frá Chelsea í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×