Enski boltinn

Manchester City neitaði beiðni granna sinna

City-menn vilja ekki gera grönnum sínum neina greiða í titilbaráttunni
City-menn vilja ekki gera grönnum sínum neina greiða í titilbaráttunni NordicPhotos/GettyImages

Viðureignir grannliðanna City og United í Manchester eru jafnan hörkurimmur og nú er ljóst að viðureign þeirra þann 5. maí verður líklega sérstaklega hörð, því forráðamenn City neituðu grönnum sínum í dag um frestun á leiknum þann 5. maí vegna þáttöku United í Meistaradeildinni.

United-menn fóru þess á leit við granna sína að leiknum yrði frestað um sólarhring, því liðið hefur aðeins 48 klukkustundir til að jafna sig eftir síðari leikinn við Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þessu höfnuðu City-menn og leikurinn mun verða haldinn í hádeginu þann fimmta. Ef úrslitin í næstu leikjum verða Manchester United hagstæð, gæti farið svo að liðið gæti tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á grönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×