Enski boltinn

Dudek líður eins og þræl í herbúðum Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa áhyggjur af ummælum markvarðarins Jerzy Dudek í viðtali við dagblaðið The Sun, þar sem hann sagði sér líða eins og þræl í herbúðum liðsins og því vildi hann fara frá félaginu í sumar.

"Við erum að ræða framtíð hans í augnablikinu og þó vel geti verið að hann fari frá félaginu í sumar, er hann fullkomlega einbeittur fyrir leikinn gegn Chelsea," sagði Benitez í samtali við breska sjónvarpið í dag. Dudek hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og hefur verið meira áberandi utan vallar en innan.

"Ég mun minnast árangursins sem ég náði hjá Liverpool, en ég hef ekki verið sáttur við stöðu mína Þegar leikmaður veit að hann er aðeins þræll, mun hann aldrei spila af fullu hjarta," sagði Dudek í samtali við Sun. Hann hefur verið orðaður við Feyenoord í Hollandi og verður samningslaus hjá Liverpool í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×