Erlent

Veðjað á nafn nýfæddrar prinsessu

María Elísabet og Friðrik á leið heim með litlu dótturina af spítalanum í Kaupmannahöfn í dag.
María Elísabet og Friðrik á leið heim með litlu dótturina af spítalanum í Kaupmannahöfn í dag. MYND/AP

Það má telja næsta öruggt að nýfædd prinsessa í Danmörku, dóttir Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu, beri nafnið Margrét ef marka má veðbankann Ladbrokes.

Þar er nú hægt að veðja hvað nýja prisessan kemur til með að heita og fá menn peningana sína ríflega hundraðfalt til baka ef þeir hafa rétt fyrir sér og stúkan verður nefnd Lotta eða Nanna. Hins vegar er lítið upp úr því að hafa að veðja á Ingiríði eða Margréti því þar eru líkurnar 1,10 og 1,01 á móti einum hjá Ladbrokes.

Stúlkan litla fær fjögur nöfn eins og annað danskt kóngafólk og eru veðmangarar öruggir á því að þar á meðal reynist annaðhvort Margrét, Ingiríður eða Henríetta. Þá þykja Benedikt og Elísabet einnig líkleg nöfn.

Hins vegar má þéna vel á því að veðja á borgarlegt nafn eins og Julie því ef stúlkan ber það nafn fá menn peningana sína 67-falt til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×