Erlent

Hillary og Obama njóta jafnmikils stuðnings

Barack Obama var í heimaborg sinni, Chicago, í dag þar sem hann kynnti áherslur sínar í utanríkismálum.
Barack Obama var í heimaborg sinni, Chicago, í dag þar sem hann kynnti áherslur sínar í utanríkismálum. MYND/AP

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaefni demókrata í kosningum í Bandaríkjunum á næsta ári, nýtur nú jafnmikilla vinsælda og Hillary Clinton, starfssystir hans, sem einnig sækist eftir útnefningu demókrata.

Í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í dag kemur í ljós að bæði njóta stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna sem líklegir eru til að kjósa Demókrataflokkinn en í sambærilegri könnun fyrir tæpum mánuði hafði Hillary 12 prósentustiga forskot á Obama. John Edwards, fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, er svo þriðji en hann nýtur stuðnings 17 prósenta.

Obama er einnig orðinn jafnoki Hillary þegar kemur að fjáröflun fyrir kosningabaráttuna því bæði hafa safnað um 1,7 milljörðum í kosningasjóð sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×