Erlent

Þrír létust í flugeldasprengingum í Napólí

Réttarmeinafræðingur á vettvangi spreninganna í Napólí.
Réttarmeinafræðingur á vettvangi spreninganna í Napólí. MYND/AP

Þrír létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í Napólí á Ítalíu í dag. Eftir því sem ANSA-fréttastofan greinir frá flugu líkamshlutar mörg hundð metra í sprengingunum og rúður í nærliggjandi veitingastöðum brotnuðu.

Þá heyrðust sprengingarnar í margra kílómetra fjarlægð þannig að einhverjir héldu að eldfjallið Vesúvíus, sem er í nágrenni Napólí, væri að gjósa.

Þeir sem létust voru eigandi verksmiðjunnar, barnabarn hans og starfsmaður í verksmiðjunni. Þrjátíu manns þurftu auk þess að leita á sjúkrahús vegna öndunarörðugleika og verkja í eyrum auk þess sem hluti hópsins þurfti á áfallahjálp að halda. Ekki liggur fyrir hvers vegna sprengingarnar urðu í verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×