Erlent

Þjóðarsorg í Rússlandi á miðvikudag vegna fráfalls Jeltsíns

MYND/AP

Vladímír Pútín Rússlandsforseti greindi frá því í dag að lýst yrði yfir þjóðarsorg á miðvikudag vegna fráfalls Borísar Jeltíns, forvera hans í embætti, sem lést í dag.

Á blaðamannfundi í dag benti Pútín á að Jeltín hefði skráð nafn sitt í sögubækurnar með því að verða fyrsti forseti Rússlands. Með honum hefði nýtt tímabil hafist og lýðveldið Rússland litið dagsins ljós, frjálst ríki sem opið væri heiminum. Þá sagði Pútín að allt yrði gert til þess að varðveita minninguna um Jeltsíns og hugmyndir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×