Erlent

Sms drttning arsns krynd:-)

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Morgan Pozgar frá Claysburg í Pennsilvaníu slær inn úrslita sms-ið í keppninni sem er styrkt af LG farsímaframleiðandanum.
Morgan Pozgar frá Claysburg í Pennsilvaníu slær inn úrslita sms-ið í keppninni sem er styrkt af LG farsímaframleiðandanum. MYND/AFP

Þrettán ára gömul stúlka frá Pennsilvaníu hefur hlotið titilinn SMS Meistari ársins í Bandaríkjunum. Morgan Pozgar segist senda um það bil 260 sms á dag. Flest eru til vina hennar, en hún sendir að meðaltali sms með fimm mínútna millibili.

Verðlaunaafhendingin fór fram í New York þar sem 250 keppendur víðsvegar að frá Bandaríkjunum kepptu um titilinn. Morgan fékk rúmlega eina og hálfa milljón íslenskar krónur í verðlaun.

Í æsispennandi lokabaráttu áttu keppendur að senda skilaboð sem voru eitthvað á þessa leið: "Supercalifragilisticexpialidoucious! Ef þú segir það nógu hátt gætirðu hljómað eins og montrass."

Morgan tókst að leggja 23 ára verkfræðing, Michael Nguyen, að velli. Að sögn fréttavefs Ananova sagðist hann ekki hafa haft roð í unglinginn. Hún hafi einfaldlega verið of fljót.

Hin 21 árs gamla Eli Tirosh var fljótust að senda skilaboðin, en Morgan var dæmd sigurvegari eftir að dómnefnd fann innsláttarvillu hjá Eli.

Sms drottningin greiðir rúmar 600 krónur á mánuði fyrir ótakmarkaðar sms sendingar. Hún ætlar að eyða verðlaunafénu í verslunarleiðangri á Manhattan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×