Enski boltinn

Átta leikmenn Man. Utd. í liði ársins

Leikmenn Manchester hafa haft ríka ástæðu til að brosa í vetur.
Leikmenn Manchester hafa haft ríka ástæðu til að brosa í vetur. MYND/Getty

Átta leikmenn frá toppliði Manchester United voru valdir í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem tilkynnt var um á árlegu hófi leikmannasamtaka deildarinnar í gærkvöldi. Öll varnarlína liðsins er í úrvalsliðinu, auk þess sem Edwin van der Sar þykir vera besti markvörður deildarinnar. Athygli vekur þó að ekkert pláss er fyrir Wayne Rooney.

Lið ársins í úrvalsdeildinni er þannig skipað:

Edwin van der Sar, Gary Neville, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Patrice Evra (allir í Man. Utd.); Ryan Giggs, Paul Scholes, Cristiano Ronaldo (allir í Man. Utd.) Steven Gerrard (Liverpool); Didier Drogba (Chelsea) og Dimitar Berbatov (Tottenham)

Einnig var valið lið ársins í ensku Championship-deildinni:

Matt Murray (Wolves), Graham Alexander (Preston), Gareth Bale (Southampton), Darren Moore (Derby), Curtis Davies (West Brom), Jason Koumas (West Brom), Carlos Edwards (Sunderland), Dean Whitehead (Sunderland), Diomansy Kamara (West Brom), Michael Chopra (Cardiff) og Gary McSheffrey (Birmingham)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×