Enski boltinn

Ronaldo ætlar að verða enn betri

Ronaldo er sá besti í Englandi.
Ronaldo er sá besti í Englandi.

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var að vonum ánægður með þá viðurkenningu sem honum hlotnaðist í gærkvöldi þegar hann var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildinnar og besti ungi leikmaðurinn. Ronaldo segir útnefninguna vera hvatningu til að bæta sig enn frekar sem fótboltamaður.

“Þetta er mjög sérstök stund fyrir mig. Ég er mjög stoltur af þessum tveimur titlum, sem félagar mínir í þessari deild kjósa um. Ég lít á þetta sem mikla viðurkenningu,” sagði Ronaldo.

“Þessi viðurkenning hvetur mig til að sýna enn meiri framfarir og leggja enn harðar að mér til að verða betri fótboltamaður,” sagði Ronaldo, og hrósaði einnig liðsfélögum sínum hjá Man. Utd. í hástert. “Ég er í frábæru liði sem hefur hjálpað mér mikið. Man. Utd. er sigursælt lið og það veitir mér mikið sjálfstraust að spila í hópi svona góðra fótboltamanna.”



Alex Ferguson sagði útnefninguna ekki hafa komið sér á óvart, en hann keypti Ronaldo til félagsins árið 2003 fyrir rúmar 12 milljónir punda. “Á þessari stundu er hann besti leikmaður heims. Hann hefur átt ótrúlegt tímabil og á þetta fyllilega skilið,” sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×