Enski boltinn

Ronaldo vann tvöfalt

Cristiano Ronaldo hefur átt frábært tímabil með Man. Utd.
Cristiano Ronaldo hefur átt frábært tímabil með Man. Utd. MYND/Getty

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af samtökum leikmanna deildarinnar en úrslitin voru gerð opinber í kvöld. Ronaldo var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar en þetta er aðeins í annað skiptið í sögunni sem sami leikmaðurinn hlýtur bæði verðlaunin.

Didier Drogba var í öðru sæti í kjörinu um besta leikmanninn, og kemur það líklega fáum á óvart hvernig raðaðist í efstu tvö sætin. Paul Scholes varð þriðji. Steven Gerrard, Ryan Giggs og Cesc Fabregas voru einnig tilnefndir. Aðeins Andy Gray hefur áður verið kjörinn besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn en það var árið 1977.

Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaður Man. Utd. sem er valinn besti leikmaður deildarinnar síðan Ruud van Nistelrooy hreppti titilinn árið 2000.

Í kjörinu um besta unga leikmanninn varð Fabregas í öðru sæti og Aaron Lennon þriðji. Auk þeirra voru tilnefndir þeir Wayne Rooney, Michah Richards og Kevin Doyle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×