Erlent

Góð kjörsókn í Frakklandi

Parísarbúar flykktust á kjörstaði í dag.
Parísarbúar flykktust á kjörstaði í dag. MYND/AFP
Um 74 prósent franskra kjósenda höfðu greitt atkvæði um klukkan þrjú í dag en kjörstöðum lokar klukkan átta að frönskum tíma. Er þetta ein besta kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi síðan 1981. Í síðustu kosningum höfðu um 59 prósent kjósenda nýtt sér atkvæðisrétt sinn um þetta leyti.

Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fari áfram í seinni umferð kosninganna. Menn vilja þó ekki útiloka möguleika Francois Bayrou, frambjóðanda miðjumanna, og Jean-Marie Le Pen, frambjóðanda hægri öfgamanna, um að komast áfram.

Alls eru 44,5 milljónir Frakka á kjörskrá og áttu enn 30 prósent kjósenda eftir að gera upp hug sinn samkvæmt síðustu könnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×